Arnar Ragnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni. Frá árinu 2012 hefur Arnar starfað sem sjóðstjóri í framtaksfjárfestingum hjá Stefni.

Arnar hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2002, m.a. sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og fyrirtækjaráðgjafar hjá Arion banka.

Arnar hefur áður starfað við stjórnarsetu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann situr nú í stjórn Festi hf., og annarra félaga tengdum rekstri framtaksfjárfestinga hjá Stefni.

Arnar er með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá INSEAD í Frakklandi jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.