Arnar Ævarsson hefur gengið til liðs við Officium ráðgjöf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Arnar lærði kennslufræði (B.ed) frá Kennaraháskóla Íslands. Lauk M.Sc gráðu í kennslufræði með áherslu á skilvirkni og stefnumótun frá Háskólanum í Groningen í Hollandi. Auk þess hefur Arnar meistaragráðu (MS) í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands,“ segir þar.

Hann hefur áður starfað sem forstöðumaður í Hafnafirði og ráðgjafi á sviði forvarna fyrir Kópavogsbæ, sem kennari, ásamt því að sinna ráðgjöf á Íslandi sem og í Hollandi.