Hæstiréttur Íslands staðfesti nú síðdegis dóm Landsréttar í sakamáli þar sem hafði verið dæmdur í 17 mánaða fangelsi. Af þessu má leiða að Arnfríður Einarsdóttir Landsréttardómari er að mati Hæstaréttar hæf til að dæma í Landsrétti.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í málinu, vildi að dómurinn yrði ómerktur þar sem ólöglega hefði verið staðið að skipan hennar sem dómara við dómstólinn RÚV greinir frá þessu á vef sínum.

Í samtali við fréttastofu RÚV staðfesti Vilhjálmur að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í frétt RÚV er haft eftir að Hæstiréttur segi í niðurstöðu sinni að ekki hafi verið næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að maðurinn sem var dæmdur í Landsrétti hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.