*

mánudagur, 28. maí 2018
Veiði 8. mars 2016 18:19

Árni áfram formaður

Kosið var um þrjú stjórnarsæti á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Trausti Hafliðason
Trausti Hafliðason

Árni Friðleifsson verður áfram formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hann tók við formennsku af Bjarna Júlíussyni árið 2014.

Samkvæmt lögum SVFR er formaður kosinn til eins árs og fékk Árni ekkert mótframboð á aðalfundinum, sem haldinn var í lok febrúar og var því sjálfkjörinn.

Stjórn SVFR er skipuð sjö fulltrúum, formanni og sex stjórnarmönnum. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Að þessu sinni gáfu þeir þrír sem voru í endurkjöri allir kost á sér að nýju en það voru Hörður Birgir Hafsteinsson, Júlíus Bjarni Bjarnason og Rögnvaldur Örn Jónsson. Þar að auki gaf Ólafur Finnbogason kost sér í stjórn. Kosningin fór þannig að stjórnarmennirnir voru endurkjörnir en Ólafur var ansi nálægt því að ná kjöri. Aðeins munaði nokkrum atkvæðum.

Stikkorð: SVFR stangaveiði laxveiði veiðileyfi