Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar og alþingismaður, leiðir lista flokksins á í Suðvesturkjördæmi. Í öðru sæti situr Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Í þriðja sæti er Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og í fjórða, Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Margrét Tryggvadóttur náði kjöri í þriðja sæti í flokksvalinu en lenti í 5. sæti eftir röðun í samræmi við aldursreglu og kynjakvóta og ákvað í kjölfarið að taka ekki sæti á listanum eftir að ljóst var að reglurnar voru ekki látnar gilda í Reykjavík.