Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar í Kringl­unni á Alþingi klukk­an 15 í dag.

Ekki er ólíklegt að Árni Páll muni á fundinum upp­lýsa um hvort hann ætli að gefa kost á sér áfram sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þegar lands­fund­ur flokks­ins verður hald­inn í byrj­un júní.

Þrír hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér til for­manns og eru það þau Odd­ný G. Harðardótt­ir, Magnús Orri Schram og Helgi Hjörv­ar. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir stuðningi við Oddnýju í formannskjörinu.