Árni Páll Árnason, sitjandi formaður Samfylkingarinnar, mun ekki bjóða sig aftur fram til embættis formanns flokksins á næsta landsfundi. Þetta kemur fram í pósti sem hann sendi til meðlima Samfylkingarinnar fyrir skömmu síðan.

Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn sé í sárum og að atburðarás síðasta landsfundar hafi vakið hjá honum efasemdir um að eining gæti skapast innan flokksins, sæti hann í fararbroddi. Hans biði því erfið barátta um formannssætið sem enginn vissi hverju myndi skila.

„Þjóðin á skilið að eiga öfl­ugan jafn­að­ar­flokk, sem styður þann for­mann sem flokks­menn velja til for­ystu í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu,” segir Árni í bréfi sínu. „Ég mun gera mitt til að svo verði. Von­andi birt­ist sá flokkur þjóð­inni 4. júní næst­kom­andi og sýnir sig til­bú­inn til verka.”

Eftir í framboði til formanns flokksins eru þá Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Magnús Orri Schram og Helgi Hjörvar.