Árni Stefánsson hefur gengið til liðs við mannauðs- og ráðgjafarfyrirtækið Attentus. Árni starfaði hjá Vífilfelli frá 1998-2015. Síðustu 10 árin sem forstjóri fyrirtækisins

Árni hefur mikla þekk­ingu á stjórnendastörfum, stefnumótun, mannauðsmálum, skipulagi reksturs með áherslu á markaðs- og sölumál og breytingastjórnun. Hann hefur einnig víðtæka reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki, ráðgjafa og sérfræðinga á ýmsum sviðum reksturs sem og af stjórnun og innleiðingu gæðastaðla.

Árni hefur gegnt stjórnarstörfum í nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Síðast sat hann í stjórn Vífilfells og í stjórnum Endurvinnslunnar og Birtingahússins fyrir hönd Vífilfells.

Árni lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1995. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá sama skóla 1997 og ári síðar með M.Sc. gráðu í sama fagi frá Strathclyde University í Glasgow.

Árni er giftur Unu Guðrúnu Einarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn á aldrinum 3-17 ára.