Á ársfundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica hótel í gær var rætt um stöðu verslunarinnar en samtökin samþykkti meðal annars ályktun þess efnis að hátt vaxtastig drægi úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs.

Klæðskerasníða þarf stafræna þjónustu

Anna Felländer , hagfræðingur og ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í tæknimálum, sagði í framsögu sinni að stafræna tæknivæðingin sé að gerast mjög hratt og hafi mikil áhrif bæði á hagkerfið í heild sinni, einstaklinga og fyrirtæki.

„Það er að eiga sér stað hröð kerfisbreyting í sölu- og þjónustugeirum vegna áhrifa stafrænnar byltingar,“ sagði Anna Felländer sem Viðskiptablaðið ræddi við um mögulega fækkun starfa í sænskum verslunargeira.

„Fyrirtæki þurfa að vera tilbúin að takast á við þessar stafrænu breytingar. Það sem skiptir sköpum er að klæðskerasníða stafræna þjónustu og sölu byggt á þörfum neytandans og innleiða það í alla virðiskeðjuna.“

Ryður ekki hefðbundnum verslunum úr vegi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra talaði um í sínu ávarpi að almennt sé ekki talið að net- og tæknibyltingin ryðji hefðbundnum verslunum alfarið úr vegi heldur muni „stafræn verslun“ og hefðbundin verslun frekar renna saman og nýta kosti hvorrar annarrar.

Hún sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu að gera sér grein fyrir þessum breytingum og taka þátt í þróuninni með því að laga sína starfsemi sem mest að nýjum og síbreytilegum þörfum neytenda.

Sögulegt hámark hjá helmingi verslunargeira

Daníel Svavarsson, hagfræðingur sagði í erindi sínu að forsendur verslunar væru nú með besta móti. „Einkaneyslan eykst hröðum skrefum í takt við vaxandi kaupmátt og bætta stöðu heimilanna,“ sagði Daníel.

„Á sama tíma hefur kakan einnig stækkað með gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna en neysla þeirra á vörum og þjónustu var alls um 29% af heildarveltunni á síðasta ári.

Arðsemi verslunarfyrirtækja hefur vaxið síðustu ár og er vel viðundandi miðað við aðra geira“. Daníel talaði um að velta um helmingi verslunargreina væru í sögulegu hámarki meðan aðrir geirar höfðu ekki að fullu náð sér á strik.

Hann sagði þróunina markast meðal annars af verslun ferðamanna hér á landi en einnig af aukinni verslun Íslendinga á ferðalögum erlendis og á netinu.

„Neytendur virðast vera varkárari í eyðsluútgjöldum sínum en á fyrri uppgangstímum sem endurspeglast meðal annars í því að sala á ýmsum dýrari neysluvörum svo sem bílum og fellihýsum er enn lagt frá þeim hæðum sem hún náði fyrir hrun, “ sagði Daníel ennfremur.

Anna Felländer
Anna Felländer
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Anna Felländer
Anna Felländer
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Anna Felländer
Anna Felländer
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 6
SVÞ - 6
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 7
SVÞ - 7
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Daníel Svavarsson
Daníel Svavarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Daníel Svavarsson
Daníel Svavarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 11
SVÞ - 11
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 12
SVÞ - 12
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 14
SVÞ - 14
© Aðsend mynd (AÐSEND)

SVÞ - 14a
SVÞ - 14a

SVÞ - 15
SVÞ - 15
© Aðsend mynd (AÐSEND)