*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 18. maí 2018 16:43

Árshækkun leigu mælist 6,2% í apríl

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði.

Ritstjórn
Íbúðalánasjóður
Aðsend mynd

 

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.

Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 6,2% og hefur ekki mælst lægri síðan í júní 2016.  Líkt og í síðasta mánuði er þó hækkun leigu mæld á ársgrundvelli örlítið meiri en hækkun íbúðaverðs sem mælist nú 5,4%. Fyrr en í mars síðast liðnum hafði slíkt ekki gerst síðan í lok árs 2014.

Fyrir ári síðan var árshækkun leigu rúm 13% og hækkun íbúðaverðs tæp 23%. Talsvert rólegri taktur er því nú á húsnæðismarkaði samanborið við stöðuna fyrir ári síðan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim