Árvakur-samstæðan, útgáfufélag Morgunblaðsins, skilaði hagnaði upp á rúmar 6 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er mikill viðsnúningur þar sem félagið tapaði rúmum 46 milljónum árið áður.

Rekstrartekjur félagsins aukast um rúmar 100 milljónir og námu 3,3 milljörðum árið 2013. Kostnaðarliðir eins og kostnaðarverð seldra vara, annar rekstrarkostnaður og afskriftir lækka á milli ára en launakostnaður hækkar um 90 milljónir og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður eykst samhliða.

Eigið fé félagsins í lok árs var 980 milljónir króna og handbært fé nam 158 milljónum.

Dótturfélög Árvakurs eru Landsprent, Orðlaus og Ár og dagur.