Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, tapaði 42 milljónum króna á síðasta ári eftir fjármagnsliði og skatta. Ári fyrr varð hins vegar 6 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins .

Þar segir að heildartekjur samstæðunnar hafi numið 3,2 milljörðum króna á árinu og drógust þær saman um 0,8% á milli ára. Rekstrargjöld námu 3,1 milljarði króna og jukust um 1,1%.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 103 milljónum króna og dróst saman um 60 milljónir króna. Eignir Árvakurs námu 2,1 milljarði króna um áramót, en langtímaskuldir námu 546 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall styrktist lítillega milli ára og var 48% um áramót. Handbært fé frá rekstri nam 128 milljónum króna og jókst um 68 milljónir á milli ára.

Fram kemur í Morgunblaðinu að stærstur hluti breytingar í afkomu á milli ára stafi af einskiptiskostnaði sem gjaldfærður var í fyrra vegna starfsloka.