Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hefur gert það að tillögu sinni að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir verði formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, Páll Magnús­son verði formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar og Óli Björn Kára­son formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar að því er kemur fram á mbl.is .

Tillagan var gerð af stjórn þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins og var hún lögð fram og samþykkt á fundi í gær.

Þá var ákveðið að gera til­lögu um að Har­ald­ur Bene­dikts­son yrði vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar og Jón Gunn­ars­son vara­formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Kosið verður í nefnd­irn­ar á Alþingi í dag.