Stjórn Íslenska ferðaklasans samþykkti að ráða Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur klasastjóra samstarfsins.

Starf klasastjóra var auglýst þann 26. september s.l. alls bárust 66 umsóknir um starfið.

Ásta Kristín lauk IPMA vottun í verkefnastjórnun frá árið 2011. Einnig lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004.

Ásta Kristín mun taka til starfa 4.janúar 2016.

Íslenski ferðaklasinn er þverfaglegur samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum.  Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.