*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 3. nóvember 2012 15:47

Ástarsaga með sterkum pólitískum undirtón

Undirstaðan (Atlas Shrugged) eftir Ayn Rand hefur selst í um átta milljónum eintaka. Nú er hún komin út í íslenskri þýðingu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kapítalískt hagkerfi er hvorki siðferðislega rétt né rangt að mati Rand,“ sagði bandaríski heimspekiprófessorinn Douglas Rasmussen þegar hann var að útskýra hugmyndafræði rússnesk-bandaríska rithöfundarins Ayn Rand í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 26. október síðastliðinn.

Rasmussen sagði að kapítalískt hagkerfi væri umgjörð eða skipulag sem byggði á einstaklingsfrelsi, þar á meðal eignarréttindum, þar sem allar eignir væru í einkaeigu. Einstaklingsfrelsið væri kjölfestan í stjórnmálaheimspeki Rand sem markaðshagkerfið ógnaði ekki, að gefnum þessum forsendum. Frjálst markaðshagkerfið væri því skipulag sem leiddi af stöðu einstaklinganna, bæði gagnvart hver öðrum og eins gagnvart ríkisvaldinu. Tilgangur ríkisvaldsins væri eingöngu bundinn við að verja og tryggja óafturkræfan rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim