*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 6. ágúst 2017 12:25

Ástríða sem varð að atvinnu

Þrír ungir menn stofnuðu nýverið framleiðslufyrirtækið KALT sem sérhæfir sig í myndbanda- og auglýsingagerð bæði fyrir netmiðla og sjónvarp.

Pétur Gunnarsson
Stefán Atli og Ingi Þór hafa lengi unnið saman. Á myndina vantar Róbert.
Eva Björk Ægisdóttir

Markmiðið er að skapa eitthvað nýtt sem hefur ekki sést áður. Okkur langar að feta ótroðnar slóðir, við viljum nýta það að við séum ungir og koma með ákveðinn ferskleika inn á markaðinn,“ segir Stefán Atli Rúnarsson, söluog markaðsstjóri og einn stofnenda framleiðslufyrirtækisins KALT. Þeir Róbert Úlfarsson framkvæmdastjóri og Ingi Þór Bauer framleiðslustjóri stofnuðu fyrirtækið ásamt Stefáni Atla.

Stefán Atli segir að félagið sérhæfi sig í því að framleiða myndbönd, bæði fyrir netmiðla og sjónvarp. „Alls konar myndbönd af öllum stærðum og gerðum. Við erum að taka upp, klippa, vinnum hugmyndavinnu og vinnum hljóðvinnuna, allur pakkinn,“ segir Stefán Atli. Hann bætir við að þeir hafi formlega stofnað fyrirtækið fyrir stuttu síðan, þrátt fyrir að hafa unnið í alls konar verkefnum.

Hafa unnið lengi saman 

Þrátt fyrir að KALT ehf. hafi verið stofnað formlega á þessu ári 2017, byrjuðu félagarnir að vinna saman að hinum ýmsu myndböndum mörgum árum áður og hafa á sínum ferli unnið að tónlistarmyndbandagerð fyrir marga tónlistarmenn og framleitt auglýsingar og myndbönd fyrir mörg fyrirtæki. Þeir Ingi Þór og Stefán Atli leiddu hesta sína fyrst saman árið 2011, þegar þeir stofnuðu hópinn Ice Cold, sem framleiddi, tók upp og klippti alls kyns myndbönd.

„Þá vorum við að framleiða myndbönd. Við gerðum fullt af tónlistarmyndböndum og stuttmyndum á þeim tíma. Síðan fór Ingi út í skóla í Bandaríkjunum að læra hljóðblöndun og tónlistargerð. Svo byrjuðum við að gera myndbandsblogg reglulega. Fólk hafði séð bloggið og vildi í kjölfarið að við gerðum fyrir þau alls kyns verkefni út frá því. Fólk hefur séð eitthvað í þessum myndbandsbloggum sem það vill fá í sín myndbönd,“ segir Stefán Atli.

Frábært að vinna við það sem maður hefur áhuga á

Árið 2013 kynntust tvímenningarnir Róberti Úlfarssyni, við gerð á þáttunum 12:00. Róbert hafði verið talsvert í því að semja handrit og skrifa texta. „Við ákváðum í kjölfarið að stofna fyrirtæki og skýra það KALT, sem er tilvísun í nafnið á gamla fyrirtækinu, Ice Cold,“ segir Stefán Atli.

„Við erum að gera myndbönd alla daga. Það að vinna við það sem maður hefur áhuga á er frá- bært. Við fáum einnig að framleiða myndbandsefni sem er bæði skapandi og skemmtilegt,“ segir Stefán Atli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim