Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir að ímynd Íslands á alþjóðavettvangi hafi ekki skaðast af umræðu síðustu vikunnar. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir í viðtali við Kjarnann .

Umræðan um Ísland var staðreyndamiðuð og beitt, en neikvæðs tóns gætti í upphafi sem hafi síðan orðið jákvæðari er leið á tímann og Íslendingar mótmæltu á Alþingi - og sérstaklega þó þegar ný ríkisstjórn tók við.

Þrátt fyrir talsverða ágjöf hafi ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi því ekki beðið umtalsverðan skaða. Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að greina og meta áhrif erlendrar umfjöllunar sem hefur átt sér stað handan landssteinanna svo hægt sé að bregðast við henni.