*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 15. apríl 2011 16:18

Athugasemd frá Mark Holyoake vegna frétta af honum

British Seafood í rannsókn vegna gruns um fjársvik og bókhaldsbrot, að sögn SFO. Segir ekkert minnst á rannsókn á einstaklingum.

Ritstjórn

Mark Holyoake, verðandi eigandi Iceland Seafood International, vill koma því á framfæri að í tilkynningum Serious Fraud Office (SFO) á rannsókn á British Seafood, sem var eitt sinn í hans eigu, sé ekkert minnst á rannsókn á einstaklingum heldur einungis fyrirtækinu sjálfu. Í Viðskiptablaðinu var sagt að rannsóknin beindist að Holyoake, bróður hans og David Wells, fyrrum fjármálastjóra British Seafood.

Viðskiptablaðið hefur undir höndum tölvupóst frá SFO þar sem segir að rannsókn á falli British Seafood sé enn í gangi. SFO staðfesti við sjávarútvegsvefmiðilinn Intrafish í júlí í fyrra að stofnunin væri að rannsaka ásakanir um fjársvik og bókhaldsbrot hjá British Seafood Group. Fullyrðing um að rannsóknin beinist gegn ofangreindum einstaklingum er hins vegar ekki rétt og er leiðréttist hér með. Beðist er velvirðingar á þessu.