*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Innlent 20. apríl 2017 09:46

Athugasemd ritstjóra

Athugasemd vegna pistils Týs, sem birtist á VB.is þann 18. apríl síðastliðinn

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í pistli Týs sem birtist á VB.is þann 18. apríl síðastliðinn var m.a. vísað til orðróms um skipan Oddnýjar Harðardóttur í embætti fjármálaráðherra. Oddný hefur sjálf alfarið hafnað efni orðrómsins. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að sanna efni orðróma sem þessa og óábyrgt var að vísa í hann með þeim hætti sem gert var í pistlinum. 

Er Oddný því innilega beðin afsökunar á þessum hluta pistilsins og hefur hann verið fjarlægður úr upphaflegri útgáfu hans.

Stikkorð: ritstjóra Athugasemd