Atlantic City hefur barist í bökkum frá því að efnahagshurnið skall á. Borginni hefur ekki gengið nægilega vel að standa við skuldbingingar sínar og er því líklegt að að New Jersey fylki muni þurfa að taka völdin.

Greiningarfyrirtækið Moody's hefur lýst yfir áhyggjum á stöðunni. Fulltrúar Moody's segja að borgin sé tæknilega gjaldþrota og að borgarstjórnin og fylkisstjórnin nái engum málamiðlunum.

Borgin hefur íhugað að endurfjármagna sig fyrir rúmlega 100 milljónir dollara. Moody's telur það engu að síður slæma hugmynd þar sem skuldastaðan myndi sjöfaldast og að borgin eigi nú þegar í umtalverðum erfiðleikum með að greiða kröfur.

Atlantic City var upphaflega fyrirmyndin að Monopoly leiknum. Borgin er þekkt fyrir spílavíti og næturklúbba.