*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 3. desember 2018 16:52

Atlantsolía kaupir 5 bensínstöðvar

Fimm bensínstöðvar Olís verða framvegis stöðvar Atlantsolíu, en fyrirtækið þurfti að selja vegna sameiningar við Haga.

Ritstjórn
Með kaupunum á stöðvum Olís á Háaleitisbraut, Knarravogi, Kirkjustétt, Starengi og Vallagrund, verða stöðvar Atlantsolíu nú 24 talsins.
Haraldur Guðjónsson

Atlantsolía kaupir fimm eldsneytisstöðvar af Olís, og í kjölfar kaupanna eru stöðvar Atlantsolíu orðnar 24 talsins, staðsettar bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Atlantsolíu á fimm eldsneytisstöðvum af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Stöðvar Atlantsolíu eru nú orðnar 24 talsins víðs vegar um landið.

Atlantsolía hefur keypt fimm eldsneytisstöðvar af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía undirritaði kaupsamning við Olís þann 8. september síðastliðinn með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem hefur nú veitt samþykki fyrir kaupunum.

Stöðvarnar sem um ræðir eru við Háaleitisbraut 12, Knarrarvog 2, Kirkjustétt 2-6, Starengi 2 og Vallargrund 3. Í kaupunum fylgja meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar og tæki til afgreiðslu eldneytis.

Atlantsolía sérhæfir sig í rekstri sjálfvirkra eldsneytisstöðva. Kaupin á nýjum þjónustustöðvum eru einn liður í því að styrkja vöxt félagsins til framtíðar segir í fréttatilkynningu félagsins.

Kaupin fela í sér aukin tækifæri fyrir Atlantsolíu til að bjóða samkeppnishæft verð á fleiri stöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt því að ná betri nýting á dreifikerfi félagsins segir þar jafnframt. Fjármálaráðgjöf Deloitte er ráðgjafi Atlantsolíu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim