Atlantsolía kaupir fimm eldsneytisstöðvar af Olís, og í kjölfar kaupanna eru stöðvar Atlantsolíu orðnar 24 talsins, staðsettar bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Atlantsolíu á fimm eldsneytisstöðvum af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Stöðvar Atlantsolíu eru nú orðnar 24 talsins víðs vegar um landið.

Atlantsolía hefur keypt fimm eldsneytisstöðvar af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía undirritaði kaupsamning við Olís þann 8. september síðastliðinn með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem hefur nú veitt samþykki fyrir kaupunum.

Stöðvarnar sem um ræðir eru við Háaleitisbraut 12, Knarrarvog 2, Kirkjustétt 2-6, Starengi 2 og Vallargrund 3. Í kaupunum fylgja meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar og tæki til afgreiðslu eldneytis.

Atlantsolía sérhæfir sig í rekstri sjálfvirkra eldsneytisstöðva. Kaupin á nýjum þjónustustöðvum eru einn liður í því að styrkja vöxt félagsins til framtíðar segir í fréttatilkynningu félagsins.

Kaupin fela í sér aukin tækifæri fyrir Atlantsolíu til að bjóða samkeppnishæft verð á fleiri stöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt því að ná betri nýting á dreifikerfi félagsins segir þar jafnframt. Fjármálaráðgjöf Deloitte er ráðgjafi Atlantsolíu.