*

mánudagur, 23. júlí 2018
Erlent 13. febrúar 2018 15:43

Átök milli Bandaríkjanna og Rússa

Yfir 200 málaliðar sem flestir voru rússneskir létust í átökum milli Rússa og Bandaríkjamanna í Sýrlandi.

Ritstjórn
epa

Bandarískar hersveitir drápu tugi rússneskra málaliða í Sýrlandi í síðustu að því er Bloomberg greinir frá. Heimildamenn Bloomberg telja að um sé að ræða eitt mesta mannfall í átökum ríkjanna síðan í Kalda stríðinu.

Um er að ræða yfir 200 málaliðaa sem börðust fyrir Sýrlandsforseta, Bashar al-Assad, og létust í áras á herstöð Bandaríkjamanna og Kúrda en flestir málaliðanna voru rússneskir. Átökin áttu sér stað á Deir Ezzor svæðinu en það er ríkt af olíu.

Óvíst er hvort árásin hafi verið sjálfstæð aðgerð eða að undirlagi rússneskra stjórnvalda og þykir undirstrika hversu flókin átökin á svæðinu eru.