Atorka Group flaggaði í morgun, í bresku kauphöllinni, um 3,2% eignarhlut í breska plastvöruframleiðandanum RPC Group. Félagið er með um 50 verksmiðjur í 12 löndum Evrópu og eina verksmiðju í Bandaríkjunum. RPC hefur yfirtekið fjögur félög frá því í júní á síðasta ári. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

"Velta RPC á síðasta rekstrarári nam 646 milljón prunda (81 milljarður króna) en til samanburðar er áætluð velta plastframleiðandans Promens, dótturfélags Atorku, um 715 milljónir  evra (63 milljarðar króna) á þessu ári. Markaðsvirði RPC Group er um 274 milljón punda eða 36 milljarðar króna," segir greiningardeildin.