*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Fólk 5. júní 2018 11:46

Átta nýir eigendur hjá Deloitte

Eigendahópur Deloitte samanstendur nú af 39 eigendum sem starfa á öllum fagsviðum fyrirtækisins.

Ritstjórn
Samsett mynd af átta nýjum eigendum Deloitte
Aðsend mynd

Þann 1. júní síðastliðinn, bættust átta nýir eigendur við eigendahóp Deloitte. Eftir þessa viðbót eru eigendurnir samtals 39 einstaklingar sem starfa á öllum fagsviðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Deloitte.

Nýju eigendurnir eru Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Davíð Stefán Guðmundsson, Páll Daði Ásgeirsson, Harpa Þorláksdóttir, Jón Eyfjörð Friðriksson, Árni Þór Vilhelmsson, Runólfur Þór Sanders og Pétur Hansson.  

„Aukin breidd í þjónustuframboði og viðameiri alþjóðleg tengsl hefur leitt af sér breytingar í eigendahópi Deloitte. Sú fjölgun sem hefur orðið í hópnum undanfarin ár er þvert á þjónustulínur félagsins. Það er í takt við lengri tíma stefnu Deloitte um að styrkja stoðir allra okkar sviða og þá með sérstaka áherslu á ráðgjafaþátt starfseminnar,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.