*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 20. október 2014 09:05

Áttunda verkfallið hjá Lufthansa á þessu ári

Flugmenn Lufthansa eru ósáttir við áform félagsins um að breyta fyrirkomulagi eftirlauna.

Ritstjórn

Áttunda verkfall hjá flugmönnum Lufthansa hefst að óbreyttu í dag og mun standa í 35 tíma. Mun þurfa að aflýsa 1.450 flugum og hefur þetta áhrif á um 200.000 farþega.

Flugmenn eru að mótmæla áformum félagsins um að breyta fyrirkomulagi eftirlauna hjá þeim. Í síðustu viku stóð stéttarfélag flugmanna hjá Lufthansa fyrir verkfalli hjá dótturfélaginu Germanwings, sem stóð í 12 tíma.

Lufthansa vill að nýir flugmenn fái ekki að fara á eftirlaun þegar þeir komast á 55 ára aldur, en að þeir flugmenn sem hafi þennan rétt nú fái að halda honum. Þetta getur stéttarfélagið ekki sætt sig við. Gert er ráðfyrir að verkfallið nú hafi aðallega áhrif á flug innan Evrópu.

Stikkorð: Lufthansa Verkfall
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim