*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 22. nóvember 2018 09:17

Atvinnuleysi 2,9% í október

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í október 2018.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í október 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,2% atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Af þeim voru 198.700 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%.

Samanburður mælinga fyrir október 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 3.900 manns, en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,6 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 5.200 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda var nákvæmlega það sama.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,1% í október 2018

Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 206.800 í október 2018. Atvinnuþáttaka var 81,9% í október, sem er 0,3 prósentustigum meiri en í september. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim