Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi ársins mældist 3,6%, en frá öðrum ársfjórðungi fyrir ári síðan hefur atvinnulausum fækkað um 2.600 manns og hlutfall atvinnulausra minnkað um 1,4 prósentustig.

Á sama tíma hefur starfandi fólki fjölgað um 5.600 og atvinnuþátttakan aukist um 1,8 prósentustig.

85% atvinnuþátttaka

Voru 199.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði, sem þýðir að hér var 85% atvinnuþátttaka, á öðrum ársfjórðungi ársins 2016. Þar af voru 192.100 starfandi, eða 81,9% og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit, eða 3,9%.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 4,3% en einungis 2,4% utan þess. Atvinnuleysi meðal kvenna var 4,1%, og voru 3.800 þeirra atvinnulausar meðan atvinnuleysi meðal karla var 3,2% og 3.400 karlmenn án atvinnu.