Í júlí voru 139 þúsund manns atvinnulausir í Noregi samkvæmt tölum norska Seðlabankans.

Atvinnuleysi í Noregi er því 5%. Atvinnuleysi hefur ekki verið hærra í Noregi síðan 1996 eða í 20 ár. Um þetta er fjallað á vef NRK.

Helsta ástæða hás atvinnuleysisstigs er niðursveifla í olíuiðnaði sem að hefur haft mikil áhrif á ríkið. Seðlabanki Noregs tilkynnir í dag um breytingu á stýrivöxtum .