Atvinnuleysi var 1,9% í desember samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi ekki lægra síðan í nóvember 2007 þegar það mældist 1,3% Alls voru 188.500 manns á aldrinum 16 til 74 ára vinnumarkaði í desember, en það jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Vinnuafli fjölgaði um 4.800 mili ára, en það jafngildir aukningu um 1 prósentustig.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 2,3% í desember

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 190.400 í desember 2015 sem jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku, sem er 0,8 prósentustigum lægri en hún var í nóvember. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var hlutfall starfandi fólks 80,5% og jókst um 0,9 prósentustig á milli nóvember og desember. Á sama tíma lækkaði hlutfall atvinnulausra um tvö stig, úr 4,3% í 2,3%. Þegar horft er til ársins 2015 þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnulausum fækkaði árinu um 1.300 á meðan starfandi fólki fjölgaði um 4.300.