*

mánudagur, 25. mars 2019
Erlent 5. október 2012 13:57

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum ekki minna í fjögur ár

Barack Obama Bandaríkjaforseti er sagður geta bætt stöðu sína á því að atvinnuleysi er nú komið undir 8%.

Ritstjórn
Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir Barack Obama hafa ástæðu til að kætast yfir jákvæðum atvinnutölum.
AFP

Atvinnuleysi batnaði nokkuð á milli mánaða í Bandaríkjunum í ágúst og mælist það nú 7,8%. Það hefur ekki farið undir 8%. Til samanburðar mældist 81,% atvinnuleysi í landinu í júlí. Þróunin skýrist af aukinni atvinnuþátttöku. Atvinnuleysið vestanhafs er nú á svipuðum slóðum og þegar Barack Obama tók við forsetaembættinu fyrir fjórum árum.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times um málið segir m.a. að ekki sé útilokað að vinnumarkaðstölurnar geti haft jákvæð áhrif á þá sem ekki hafi gert upp hug sinn fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Blaðið segir forsetann þurfa á þeim stuðningi að halda nú um stundir, ekki síst eftir afleita frammistöðu í kappræðum gegn Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana, á miðvikudagskvöld.