Í febrúar var hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 3,2% en samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru 199.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mánuðinum. Jafngildir það 82,8% atvinnuþátttöku, en af þeim voru 192.900 starfandi og 6.500 án vinnu og í atvinnuleit.

Atvinnuþátta jókst á milli febrúar 2016 og 2017 um 0,7 prósentustig, en fjöldi starfandi jókst um 7.800 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda jókst um 0,5 prósentustig. Fækkaði atvinnulausum um 600 manns, en hlutfall þeirra af vinnuaflinu stendur nánast í stað.

Aðeins aðrar tölur koma ef horft er til árstíðarleiðréttra talna, þá er atvinnuþátttakan 83,4%, atvinnulausir voru 6.300 og hlutfall atvinnulausra er 3,1%, sem er fækkun um 0,4 stig frá því í janúar.