Í júlí mældist atvinnuleysi í Japan 3%, sem er það lægsta í 21 ár.

Þrátt fyrir stöðnun í efnahag landsins þá féll atvinnuleysið í þessum mánuði. Hagvöxtur í Japan hefur staðið í 0,2% frá mars til júní.

Talið er líklegt að atvinnuleysi eigi eftir að lækka enn frekar og færast undir 3% áður en langt er um liðið. Eins og greint var frá áður, þá hefur ríkisstjórnin í Japan hrundir af stað áætlunum um að örva efnahag landsins.