*

föstudagur, 22. júní 2018
Erlent 13. september 2017 15:24

Atvinnuleysi í lágmarki í Bretlandi

Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 4,3% í júlí, og lækkar úr 4,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í áratugi.

Ritstjórn
epa

Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 4,3% í júlí, og lækkar úr 4,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt nýútgefnum tölum bresku hagstofunnar, hefur atvinnuleysi ekki verið lægra í Bretlandi síðan 1975. Um málið er fjallað í frétt BBC. 

Aftur á móti hefur hægst talsvert á vexti launa á tímabilinu. Á síðastliðnu ári hafa laun einungis hækkað um 2,1% — og breytast lítið á milli mánaða. Verðbólga var hins vegar 2,9% í ágúst og því hefur raungengi launa lækkað um 0,4% á milli ára. Verðbólga í Bretlandi hefur aukist umtalsvert eftir Brexit þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. 

Að sögn stjórnvalda er breski vinnumarkaðurinn í góðu ástandi, atvinnuleysi er lítið og atvinnusköpun er nokkuð góð. Að sögn vinnumálaráðherra Bretlands, Damian Hinds, hjálpar öflugur efnahagur fólki á öllum aldri að finna atvinnu við hæfi. 

Stikkorð: Bretland atvinnuleysi lægð