*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 9. ágúst 2018 18:03

Atvinnuleysi var 3,1% í júní

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 209.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní 2018.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 209.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní 2018, en það jafngildir 84,0% atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Af þeim voru 203.200 starfandi og 6.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,5% en hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,1%.

Samanburður mælinga fyrir júní 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 3.900 manns en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 1,4 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 2.100 manns og hlutfall þeirra af mannfjölda lækkaði um 2,1 prósentustig.

Atvinnulausir voru um 1.700 fleiri en í júní árið 2017 og hlutfall þeirra jókst um 0,8 prósentustig. Alls voru 39.800 utan vinnumarkaðar í júní 2018 og hafði þeim fjölgað um 4.800 manns frá því í júní 2017 þegar þeir voru 35.000.