Atvinnuleysi var 3,8% í október og dróst saman um 1,2% frá fyrra ári en árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 4% í október. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni sem birtust í morgun.

Heildarfjöldi atvinnulausra eru 7.200 en starfandi eru 182.200. Atvinnuþátttaka minnkaði um 0,8% og hlutfall starfandi fólks stóð nánast í stað. Atvinnuleysi er áfram hærra meðal karlmanna, en 4.700 karlmenn eru atvnnulausir en 2.500 konur.

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 191.400 í október 2015 sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku, sem er 0,8 prósentustigum lægri en hún var í september. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu þá stóð bæði hlutfall og fjöldi atvinnulausra í stað á milli september og október eða 7.600 manns sem jafngildir 4%atvinnuleysi. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í október 2015 var 78,7% og minnkaði um 0,7 prósentustig frá því í september.