Atvinnuleysi mædist 11,1% á evrusvæðinu í maí. Það var 11% í apríl, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.. Atvinnuleysið hefur aldrei verið meira á evrusvæðinu og nú eða síðan það komst á laggirnar árið 1999. Á sama tíma var hér 5,6% atvinnuleysi og hefur dregið jafnt og þétt úr því frá hruni.

Í netútgáfu bandaríska stórblaðsins The New York Times segir að leiðtogar evruríkjanna standi frammi fyrir miklum vanda. Erfitt sé að draga úr ríkisútgjöldum og koma efnahagslífinu í gang nú um stundir og draga úr atvinnuleysi.

Atvinnuleysistölurnar jafngilda því að tæpar 17,6 milljónir manna mæli göturnar í evruríkjunum.

Talsverður munur er hins vegar á atvinnuleysi innan evruríkjanna. Mest er það á Spáni, 24,6%. Það er 21,9% á Grikkklandi. Lægstu tölurnar eru í Austurríki, 4,1%, og í Hollandi en þar mældist það 5,1% í maí.