Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump vann að því hörðum höndum í dag að eyða tísti (e. twitter-skilaboðum) sem hann birti á Twitter-síðu sinni í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum og langt inn í kosninganóttina í gær. Auðjöfrinum virðist hafa verið ansi heitt í hamsi en hann var ötull stuðningsmaður Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikana.

Greint var frá því í gær að met hafi verið slegið á Twitter-síðunni í gærkvöldi og í nótt og hafi aldrei verið tístað jafn mikið um nokkurn viðburð.

AP-fréttastofan segir að áður en kjördagur rann upp hafi Trump lýst kosningunum sem algjörri hörmung. Þegar fréttir fóru svo að berast af því að Obama hefði tryggt sér forsetastólinn annað kjörtímabilið í röð hafi hann lýst því yfir að hann þurfi að hugsa dæmið upp á nýtt. Þá sagði hann þjóðina sundraða og heiminn hlægja að Bandaríkjamönnum. Þegar á leið kvöldið hvatti hann til uppreisnar og gerði hreytti ókvæðisorðum að Brian Williams, fréttaþul bandarísku fréttastofunnar NBC.

Tístin voru á annan tuginn.