Erfingjar íslenskra auðmanna virðast margir hafa ávaxtað pundið vel - ef marka má álagningarskrár ríkisskattstjóra. Eign þeirra er reiknuð út frá greiðslu auðlegðarskatts og gefur ágætis humgynd um eignastöðu fólksins. Börn Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, eru í þessum hópi, sem og börn Christian Zimsen, stofnanda Laugarnesapóteks.

Börn Werners Rasmussonar eru fimm og greiða þrjú þeirra auðlegðarskatt hér á Íslandi. Steingrímur Wernersson er hins vegar með skráð lögheimili erlendis og er hann því ekki að finna í álagningarskrám. Þau Steingrímur, Karl og Ingunn áttu saman fjárfestingafélagið Milestone og hafa fjárfest víða hér á Íslandi, að allt frá því að kaupa Galtalækjarskóg til þess að eiga stóran hlut í Íslandsbanka, sem síðar skipti um nafn og varð Glitnir.

Systkini þeirra, Ólafur og Anna, hafa ekki látið sitt eftir liggja. Ólafur hefur til dæmis átt í gistiþjónusturekstri, sláturfélagi Suðurlands, kartöfluframleiðslu í Rúmeníu og fleiru. Anna átti um tíma hlut í einu af eignarhaldsfélögum Karls. Af systkinunum fimm greiddi Ingunn hæstan auðlegðarskatt og á samkvæmt því 1,8 milljarða króna.

Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, er ítarleg úttekt á eignum auðugustu Íslendinganna. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hröð uppbygging við Mýrargötu
  • Rýnt er í uppgjör Icelandair
  • Borga rafbílar sig?
  • Álagningarskrá segir ekki alla söguna um tekjur fólks
  • Engin sumarlægð á hlutabréfamarkaði
  • Nánar um uppbygginguna í Svartsengi
  • Kósíhátíð fyrir kúltíverað fólk
  • Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir í ítarlegu viðtali nauðsynlegt að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið og vill leggja aukna áherslu á hlutverk heimilislækna
  • Laxveiðin gengur gríðarlega vel
  • Gjaldþrotum fer fækkandi
  • Viðskiptablaðið minnist Jóhannesar Jónssonar
  • Skila auglýsingar um umferðaröryggi árangri?
  • Nærmynd af Skúla Eggert Þórðarsyni ríkisskattstjóra
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um opinbera fjárfestingu á Bakka
  • Óðinn skrifar um alþjóðavæðingu á mistökum
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira