*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Fólk 12. mars 2019 08:36

Auður og Sif til liðs við Aton

Ráðgjafastofan Aton hefur ráðið til sín þær Auði Albertsdóttur og Sif Jóhannsdóttur.

Ritstjórn
Auður Albertsdóttir og Sif Jóhannsdóttir hafa verið ráðnar til Aton ráðgjafastofu.
Aðsend mynd

Tveir nýir ráðgjafar hafa hafið störf hjá ráðgjafastofunni Aton.

Auður Albertsdóttir var áður blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is, þar sem hún var meðal annars umsjónarmaður viðskiptafrétta á mbl.is. Síðustu misseri hefur Auður starfað við kynningar- og markaðsmál fyrir fyrirtæki og félagasamtök og situr í stjórn Ungra athafnakvenna.

Auður er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA gráðu í bókmenntafræði frá sama skóla.

Sif Jóhannsdóttir hefur fjölbreytta reynslu af bókaútgáfu og undanfarin ár starfaði hún hjá Forlaginu við kynningu og sölu á íslenskum höfundum og verkum þeirra erlendis. Sif hefur langa reynslu af samningagerð við bæði innlenda og erlenda aðila.Áður vann hún sem verkefnastjóri útgáfu og stýrði um tíma kynningar- og markaðsmálum hjá Forlaginu.

Sif var búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þrjú ár þar sem hún lærði verkefnastjórnun hjá UCLA og skrifaði pistla fyrir mbl.is og Kvennablaðið. Sif er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim