Í febrúar síðastliðnum sendur 365 miðlar kvörtun til Neytendastofu vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem borin voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöðvar 2.

Auglýsingarnar voru birtar undir yfirskriftinni „Skiptu á SkjáEinn“ þar sem fólk var hvatt til þess að koma í áskrift til fyrirtæksins. Töldu 365 miðlar að verðsamanburður milli áskriftanna hefði verið settur fram með villandi hætti í auglýsingunum og þær væru ekki samanburðarhæfar.

Neytendastofa hefur nú tekið ákvörðun í málinu þess efnis að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða vegna auglýsingarinnar.

Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að áskriftirnar séu staðgönguþjónusta hvor við aðra. Auk þess hafi verið bornir saman eiginleikar í auglýsingunnar sem væru samanburðarhæfir og þess sem framsetning upplýsinga hafi ekki verið villandi.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér .