Forsætisráðuneytið auglýsir eftir nýjum aðstoðarseðlabankastjóra til að taka við af Arnóri Sighvatssyni en hann er að ljúka sínu öðru skipunartímabili. Aðeins má skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum og Arnór getur því ekki verið skipaður aftur.

Í auglýsingu í lögbirtingablaðinu segir að umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Einnig er gerð krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Við skipun í embættið mun forsætisráðherra skipa þriggja manna hæfnisnefnd sem mun leggja mat á hæfni umsækjenda. Í henni mun sitja einn tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn verður skipaður án tilnefningar en sá verður formaður nefndarinnar.

Umsóknarfrestur er til með með 19. mars 2018.