*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 27. maí 2017 10:10

Aukin ánægja með Leifsstöð

Ánægja með þjónustu Keflavíkurflugvallar jókst milli 2016 og 2015 þrátt fyrir mikla fjölgun farþega.

Snorri Páll Gunnarsson

Niðurstaða samræmdra þjónustukannana sem framkvæmdar eru af Alþjóðasamtökum flugvalla (ACI) var birt á fundi Isavia í gær. ACI-könnunin sýnir að þrátt fyrir 40% fjölgun farþega árið 2016 tókst starfsfólki Keflavíkurflugvallar að bæta þjónustuna, en ánægjuskor farþega á skalanum 1 til 5 jókst milli ára úr 4,12 í 4,15.

Farþegar voru ánægðari árið 2016 heldur en árið áður með netaðgang, verslunar- og veitingaaðstöðu, kurteisi og hjálpsemi starfsmanna í vopnaleit, hversu auðvelt það er að komast leiðar sinnar innan flugvallarins og biðtíma í vopnaleit. Farþegar voru hins vegar óánægðari með biðsvæðið og farangursafhendingu. Almennt voru erlendir ferðamenn ánægðari með þjónustu á Keflavíkurflugvelli heldur en íslenskir ferðamenn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim