Sveiflur í gengismálum og óvissa á mörkuðum í Austur-Evrópu einkenna markaði fyrir sjávarafurðir í upphafi árs. Þetta segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, í samtali við Morgunblaðið .

Helgi segir jafnframt að í heild sé staðan sterk þar sem almennt sé góð eftirspurn og ýmis tækifæri eins og til dæmis í Bandaríkjunum og Kína. Hann segir til að mynda að margir séu áhugasamir um að selja til Bandaríkjanna og sá markaður hafi farið vaxandi á síðustu misserum.

Bendir hann á að mikil kaupgeta sé á bandarískum markaði og þróun dollars hafi verið hagstæð. Hins vegar sé flutningsgeta takmörkuð því þangað sé fiskur í flugi í forgangi hjá íslenskum söluaðilum.