*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 6. desember 2018 17:01

Aukin sætanýting hjá Icelandair

Sætanýting Icelandair í nóvember var 79,8% og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi farþega Icelandair í nóvember nam 280 þúsund og fjölgaði þeim um 12% miðað við nóvember á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 13%. Sætanýting var 79,8% og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 22 þúsund og fækkaði um 16% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 65,2% og jókst um 6,5 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi dróst saman um 2% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 12% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 76,7% samanborið við 75,5% í nóvember 2017. 

Stikkorð: Icelandair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim