*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Innlent 13. september 2017 13:56

Aukin samkeppni haldi niðri verðbólgu

Hagfræðideildin spáir 0,29% hækkun vísitölu neysluverðs í september og því lækki ársverðbólga úr 1,7% í 1,6%.

Ritstjórn
Verðbólga er minni en Landsbankinn átti von á.
Haraldur Guðjónsson

Hagfræðideild Landsbankans telur að aukin samkeppni með komu alþjóðlega verslunarkeðja á borð við Costco og H&M haldi aftur að verðbólgu hér á landi. Hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst var mun minni en Hagfræðisdeildin hafði spáð. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25% milli mánaða í ágúst en Hagfræðisdeildin hafði spáð 0,6% hækkun.

Hagfræðideildin segir muninn skýrast annars vegar af því að flugfargjöld til útlanda hafi lækkað meira milli mánaða í ágúst en búist hafði verið við og hins vegar að gengisveiking hafi ekki skilað sér inn í ágústmælingu vísitölunnar að því marki sem búist var við. Þar sé sennilegasta skýringin aukin verðsamkeppni samhliða komu fleiri alþjóðlegra verslunarkeðja hingað til lands.

Hagfræðideildin spáir 0,29% hækkun vísitölu neysluverðs í september og því lækki ársverðbólga úr 1,7% í 1,6%.

Stikkorð: verðbólga costco