*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 21. mars 2019 16:05

Aukin vanskil gangvart Isavia

Innlendar viðskiptakröfur Isavia jukust um tvo milljarða í fyrra og vanskil viðskiptavina um 900 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptakröfur Isavia ohf. jukust um 2,1 milljarð króna á árinu 2018 samkvæmt nýbirtum ársreikningi ríkisfyrirtækisins. Í árslok 2018 námu gjaldfallnar viðskiptakröfur 2,6 milljörðum króna en námu 1,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá hækka ógjaldfallanar viðskiptakröfur Isavia úr 2 milljörðum króna í 3,2 milljarða króna.

Innlendar viðskiptakröfur hækkuðu úr 2,96 milljörðum króna í 5,03 milljarða króna eða um ríflega tvo milljarða króna. Niðurfærsla Isavia á viðskiptakröfum jókst úr 132 milljónum í 251 milljón króna milli ára.

Morgunblaðið sagði frá því í september að Wow air skuldaði Isavia um tvo milljarða króna. Skúli Mogensen, eigandi Wow air gagnrýndi fréttaflutninginn og sagði Wow air aldrei hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða króna.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fetti fingur út í Isavia á aðalfundi Icelandair í byrjun mars. „Samkeppnisaðilar hafa fengið að safna upp skuldum á Keflavíkurflugvelli, sem skekkir verulega samkeppnisstöðu á markaði,“ sagði Bogi.

Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Wow air skilji nú alltaf eftir eina flugvél á Keflavíkurflugvelli sem hluta af samkomulagi við Isavia vegna skulda félagsins. Isavia hafi þá möguleika að kyrrsetja vélina á meðan greiðslu skulda er krafist. Forsvarsmenn Isavia og Wow air hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Þá má búast við því að Isavia hafi tapað á gjaldþroti Primera Air í október ef marka má frétt Túrista um málið.

Stikkorð: Isavia
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim