*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 31. maí 2017 08:06

Aukinn áhugi einkafjárfesta á Leifsstöð

Forstjóri Isavia segir að í kjölfar umræðu síðustu vikna um mögulega einkavæðingu Leifsstöðvar hafi aukinn áhugi erlendra fjárfesta kviknað.

Ritstjórn
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Haraldur Guðjónsson

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir að í kjölfar umræðu síðustu vikna varðandi mögulega einkavæðingu Leifsstöðvar hafi kviknað aukinn áhugi erlendra einkafjárfesta á framvindu málsins. Hann segir það þó ákvörðun stjórnvalda hvort og hvernig völlurinn yrði seldur segir Björn Óli í viðtali í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins.

„Ef farið verður út með flugvöllinn í einhvers konar einkavæðingu, sama hvernig hún verður, þá væri eðlilegt að það væri gert í opnu ferli á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna verða menn að átta sig á því að ferlið yrði opið og skýrt því mjög margir myndu fylgjast með þessu um alla Evrópu. Menn fylgjast með þessu nú þegar og við heyrum af áhuga flugvallafjárfesta á að koma og tala við okkur. Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlendum fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu,“ segir hann. 

Á Alþingi hefur skapast sú umræða að það sé tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík. Björn hefur þó sagt að það sé ekki skynsamlegt að hluti rekstursins yrði einkavæddur. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim