Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hversu margir flugeldar hafa verið fluttir inn frá árinu 1995 en þar kemur fram að flutt voru til landsins 502 tonn af flugeldum fyrir árið sem var að líða skv. lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Magnið samsvarar 1,5 kílóum á hvern Íslending en það er lítið magn miðað við það sem flutt hefur verið inn frá upphafi þessarar aldar.

Mesti innflutningurinn var á árunum 2006 og 2007 þegar flutt var inn ríflega tvöfalt það magn sem flutt var inn árið 2014. Þá segir í frétt SA um málið að sprengigleði landsmanna fylgi almennri efnahagsþróun náið - því meiri hagvöxtur, þeim mun meiri sprengingar. Þó vilja samtökin ekki meina að um öfugt orsakasamband sé að ræða þar sem auknar sprengingar skila ekki auknum hagvexti.

Flugeldavísitala SA
Flugeldavísitala SA
© Aðsend mynd (AÐSEND)