Fjölmiðla- og afþreyingarsamsteypurnar News Corp og Time Warner sendu frá sér ársuppgjör sín eftir lokun á Wall Street í gærkvöldi. Reikningsár beggja samsteypa er frá 1. júlí -30. júní. Veruleg aukning varð á auglýsingatekjum hjá báðum samsteypum síðasta ársfjórðung miðað við sama tíma í fyrra.

Í fjölmiðlahluta News Corp jukust auglýsingatekjur um 10-20% eftir markaðssvæðum og miðlum. Í fjölmiðlahluta Time Warner varð aukningin að meðaltali um 11%.

News Corp gefur m.a. út The Wall Street Journal, New York Post, The Sun, The Sunday Times, The Times og Daily Telegraph. Einnig reka þeir sjónvarpsstöðvar Fox auk þess að eiga umtalsverðan hlut í bresku Sky sjónvarpsstöðvunum,

Time Warner gefur m.a. út Fortune, Money, Sports Illustrated og Time. Þekktust sjónvarpsstöðva þeirra er CNN.